Aftur á beinu brautina með risasigri gegn BlikumPrenta

Körfubolti

Njarðvík komst aftur á beinu brautina í Subwaydeild kvenna í gærkvöldi með öflugum 82-55 sigri á Breiðablik. Þristarnir flugu og okkar konur settu liðsmet í deildarkeppninni með því að banka niður 13 þrista. Fyrra metið þeirra var 12 í einum leik svo það er gott að vita að það er verið að skerpa á miðinu fyrir úrslitakeppnina.

Framan af leik var jafnræði með liðunum en Njarðvík gerði út um leikinn snemma í þriðja leikhluta og lokatölur 82-55 eins og áður segir. Aliyah Collier var með 17 stig og 18 fráköst, Diane Diene var með 15 stig og 8 fráköst og Kamilla Sól Viktorsdóttir bætti við 12 stigum og 3 fráköstum.

Nú er aðeins einn leikur eftir í deildarkeppninni hjá Njarðvík og það er útileikur gegn Keflavík þann 30. mars næstkomandi. Við vitum að það eru Fjölnir, Valur, Haukar og Njarðvík sem munu skipa úrslitakeppnina en það geta enn orðið einhverjar breytingar á röðuninni og ef við ætlum okkur ofar í töfluna dugir ekkert annað en sigur í síðasta leik!

Myndasafn frá leiknum

Umfjallanir helstu miðla um leikinn

Karfan.is: Njarðvík loks á beinu brautina með stórsigri

Mbl.is: Skoruðu 24 stig í seinni hálfleiknum

Vísir.is: Njarðvík ekki í neinum vandræðum með Breiðablik