Aftur á sigurbraut!
Njarðvíkingar komu sér aftur á sigurbraut í gærkvöldi eftir fjóra leiki án sigurs en leikar á Rafholtsvellinum enduðu 3-2 eftir fjörugan leik við Leiknir Reykjavík þar sem Dominik Radic gerði sér lítið fyrir og setti þrennu!
Frábær sigur sem setur okkur í 24 stig í 2. sæti deildarinnar eftir 13 umferðir.
Í leiknum spiluðu tveir nýjir leikmenn fyrstu leikina sína fyrir Njarðvík en Indriði Áki Þorláksson sem hafði áður verið kynntur til leiks kláraði allar 90 mínúturnar í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík, og Kári Vilberg Atlason kom inná og hjálpaði til við að sigla sigrinum heim.
Kári er fæddur árið 2004 og kemur upprunalega frá Breiðablik, en árið 2023 gekk hann í raðir Íslandsmeistara Víkings Reykjavíkur, þaðan sem hann kemur á láni til okkar frá.
Hefur hann spilað 3 meistaraflokks leiki með Víking til þessa, en 2 þeirra hafa verið í deildarbikar og 1 í bikarkeppninni.
Kári sem er sóknarsinnaður miðjumaður fór á reynslu til FC Nordsjælland og var í úrtakshóp U17 landsliðsins á sínum tíma.
Næsti leikur er næsta fimmtudag gegn Þrótti Reykjavík á Rafholtsvellinum klukkan 19:15 og hvetjum við fólk til að fjölmenna þangað!
Áfram Njarðvík!
Mynd: VF/JPK
Helstu umfjöllun um leikinn má finna hér:
Skýrsla fotbolti.net
Viðtal fotbolti.net við Aron Snæ
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Umfjöllun, myndasafn og viðtal frá Víkurfréttum
Leikskýrsla KSÍ
Stöðutafla Lengjudeildarinnar