Argentíski bakvörðurinn Nico Richotti varð á dögunum bikarmeistari með Njarðvíkingum. Það kom mörgum á óvart að hann skyldi enda í íslensku deildinni enda á hann að baki landsleiki með Argentínu og afar farsælan feril í spænsku ACB deildinni sem jafnan er talin sú sterkasta í heimi utan NBA deildarinnar.
Nico er mikill áhugamaður um land og þjóð og hefur á skömmum tíma kynnt sér Njarðvík og Reykjanesið enda er hann forfallinn áhugaljósmyndari. Nico settist niður með okkur í Stapanum og fór aðeins yfir það hvernig hann endaði í Njarðvík og hvernig honum líkar lífið í Ljónagryfjunni.
Nicolás Richotti