Akranesleikar Sundfélags Akraness verða haldnir 27.maí – 29. maí 2016.
Fyrstu drög að keppendalista og tímasetningum er hægt að sjá hér :
Keppt verður í Jaðarsbakkalaug á Akranesi sem er 25 metra útilaug með 5 brautum.
Það sem við þurfum að muna eftir eru hlý útiföt (kuldagalli) sundföt og handklæði, dýna og sæng ásamt snyrtidóti og góðu skapi 🙂
Mótið er stigakeppni milli félaga, þar sem fimm fyrstu keppendur í hverjum aldursflokki í hverri grein fá stig. Sigurvegari fær 6 stig, síðan 4, 3, 2 og 1 stig. Í boðsundsgreinum er tvöföld stigagjöf 12, 8, 6, 4 og 2 stig. Stigahæsta félagið hlýtur farandbikar og varðveitir hann í eitt ár.
Verðlaun:
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2., og 3. sæti í öllum einstaklingsgreinum nema í hnokka og hnátuflokki og fyrir 1., 2. og 3. sæti í boðsundgreinum nema í hnokka og hnátuflokki.Í hnokka- og hnátuflokki fá allir viðurkenningu fyrir þátttöku. Stigahæsti sundmaður mótsins (FINA stigatafla) hlýtur farandbikar fyrir stigahæsta sundið. Hver sundmaður má keppa í sex greinum.Á mótinu verður valið prúðasta liðið og hlýtur það Brosbikarinn, sem er farandbikar.
Stigahæsta félagið hlýtur farandbikar og varðveitir hann í eitt ár.
Gisting og fæði:
Eins og áður verður boðið upp á gistingu í Grundaskóla sem er stutt frá lauginni. Allur matur verður einnig framreiddur í Grundaskóla.
Verð á gisti- og fæðispakka og rútu og nesti á bakka. Alls kr : 11.000-
Innifalið í verðinu er: Morgunmatur : sunnudag. / Hádegismatur : laugardag og sunnudag Kvöldmatur: laugardag.
Gisting í 1 nótt og rúta fram og til baka ásamt ávöxtum og samlokum á bakka.
Rútuferðin
Brottför með rútunni verður frá Vatnaveröld laugardaginn 28. maí kl. 09:00 og áætluð brottför fyrir heimferð er kl. 13:00 frá Akranesi og heimkoma er því kl. 15.00 á sunnudeginum 29. maí við Vatnaveröldina.
Greiða skal ferðina inná 0121-15-201525 / kt. 480310-0550 fyrir miðvikudaginn 20. maí setja skýringu með nafni barnsins og senda á irbcash@gmail.com.
Kv. Þjálfarar og fararstjórar
Dagskrá mótsins
Mótshluti 2, laugardagur 11 ára & eldri – 8:00
7. Karlar, 200m fjórsund
8. Konur, 200m fjórsund
9. Piltar, 400m fjórsund
10. Stúlkur 400m fjórsund
11. Karlar, 100m baksund
12. Konur, 100m baksund
13. Karlar, 50m skriðsund
14. Konur, 50m skriðsund
15. Karlar, 200m bringusund
16. Konur, 200m bringusund
17. Blandað, 4 x 50m skriðsund
Mótsluti 3, laugardagur 10 ára & yngri – 13:00
19. Hnokkar, 50m skriðsund
20. Hnátur, 50m skriðsund
21. Hnokkar, 100m fjórsund
22. Hnátur, 100m fjórsund
23. Hnokkar, 50m bringusund
24. Hnátur, 50m bringusund
25. Hnokkar, 100m baksund
26. Hnátur, 100m baksund
27. Blandað, 4 x 50m skriðsund
Mótshluti 4, laugardagur 11 ára & eldri – 16:30
28. Karlar, 200m flugsund
29. Konur, 200m flugsund
30. Karlar, 100m bringusund
31. Konur, 100m bringusund
32. Drengir, 800m skriðsund
33. Telpur, 800m skriðsund
34. Karlar, 50m flugsund
35. Konur, 50m flugsund
36. Karlar, 200m baksund
37. Konur, 200m baksund
38. Blandað, 4 x 50m fjórsund
Mótshluti 5, sunnudagur 10 ára & yngri – 8:00
39. Hnokkar, 100m skriðsund
40. Hnátur, 100m skriðsund
41. Hnokkar, 50m baksund
42. Hnátur, 50m baksund
43. Hnokkar, 100m bringusund
44. Hnátur, 100m bringusund
45. Hnokkar, 50m flugsund
46. Hnátur, 50m flugsund
47. Blandað, 4 x 50m fjórsund
Mótshluti 6, sunnudagur 11 ára & eldri – 12:00
48. Karlar, 100m skriðsund
49. Konur, 100m skriðsund
50. Karlar, 200m skriðsund
51. Konur, 200m skriðsund
52. Karlar, 50m baksund
53. Konur, 50m baksund
54. Karlar, 4 x 50m skriðsund
55. Konur, 4 x 50m skriðsund