Alex Bergmann Arnarsson skrifar undir tveggja ára samning við Njarðvík.Alex Bergmann sem er varnarmaður fæddur árið 1999 kemur til liðs við okkur frá Víking Reykjavík.Alex var hinsvegar á láni hjá ÍR í fyrra og hluta tímabils 2021, ásamt stuttu stoppi hjá Víkingi Ólafsvík.Þá var hann á láni hjá Njarðvíkurliðinu árið 2020 og spilaði 7 leiki fyrir Njarðvík svo hann er ágætlega kunnugur græna búningnum.Knattspyrnudeildin óskar Alex til hamingju með samninginn, og býður hann hjartanlega velkominn til Njarðvíkur.