Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur gert samning við tvo unga og uppalda leikmenn til ársins 2025. Alexander Freyr Sigvaldason og Sölvi Steinn Sigfússon skrifuðu undir samning við félagið í vikunni en þeir koma báðir upp úr yngri flokkum félagsins.
Alexander og Sölvi, sem eru fæddir árið 2007 hafa fengið smjörþefinn af því að æfa með meistaraflokki á árinu, en auk þess kom Sölvi Steinn inná í sínum fyrsta meistaraflokks leik fyrr í vetur í Lengjubikarnum gegn Víkingi Reykjavík.
Þeir ásamt félögum sínum í 3. flokki karla leika í 8 liða úrslitum í bikarkeppni 3.flokks í kvöld gegn Víkingi Reykjavík á Rafholtsvellinum og hvetjum við fólk til að kíkja þangað og hvetja stjörnur framtíðarinnar áfram.
Knattspyrnudeildin óskar Alexander og Sölva til hamingju með sína fyrstu samninga og hlakkar til að fylgjast með þeim í framtíðinni.