Álftanes-Njarðvík leika í kvöld fyrir LjósiðPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurljónin heimsækja nýliða Álftanes í Subwaydeild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og mun allur ágóði renna óskiptur til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek.

Auk þess að styðja við gott málefni geta stuðningsmenn liðanna átt von á skemmtilegum slag. Njarðvík á toppi deildarinnar ásamt Tindastól eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Álftanes í 3.-7. sæti með tvo sigra og einn tapleik sem kom einmitt í fyrstu umferð gegn meisturum Tindastóls.

Njarðvíkingar fjölmennum í Forsetahöllina og styðjum okkar menn til sigurs.

Fyrir þá sem vilja kynna sér nánar Ljósið þá endilega smellið hér