Allt íþróttastarf fellur niðurPrenta

Fótbolti

“Í ljósi sameiginlegrar tilkynningar frá ÍSÍ og UMFÍ um að allt íþróttastarf falli tímabundið niður hjá öllum íþróttafélögum á landinu er það orðið ljóst að æfingar hjá yngri flokkum munu ekki vera með hefðbundu sniði á næstunni.

Við þökkum foreldrum og iðkendum fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði er við sameiginlega hjálpumst að við að tækla þessa vá.

Þrátt fyrir að ekki er hægt að halda úti hefðbundnum æfingum munu þjálfarar allra flokka senda út æfingaáætlun fyrir hvern flokk þar sem iðkendur fá verkefni til þess að sinna heima við. Við köllum því eftir aðstoð foreldra til að röskun á starfi verði sem minnst.

Þá má einnig benda á að KSÍ hefur ákveðið að keyra í gang verkefni sem kallast “Áfram Ísland!” og gengur út á að hvetja þjóðina og iðkendur til dáða, til að halda áfram að æfa daglega (með eða án bolta), þrátt fyrir þær takmarkanir sem eru tilkomnar vegna samkomubanns í tengslum við heimsfaraldur COVID-19.

Sjá heimasíðu KSÍ

Tilkynning frá ÍSÍ og UMFí

Það er von okkar að allir séu við góða heilsu og nái að vera svo áfram.

Áfram Njarðvík