Allt undir í IceMar Höllinni á föstudagPrenta

Körfubolti

Föstudagur í IceMar Höllinni og tímabilið að veði hjá Ljónunum! Njarðvík 0-2 Álftanes og ekkert annað en sigur dugir þegar liðin mætast í þriðja leiknum föstudagskvöldið 11. apríl kl. 19:30.

Miðasalan á leikinn er í fullum gangi og því vissara að næla sér í eintak á Stubbur app því það er búist við smekkfullu húsi.

Það verða borgarar og drykkir á boðstólunum frá kl. 18.00 og allir iðkendur körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sem mæta í grænu fá frítt á leikinn.

Fyrstu tveir leikir okkar manna hafa verið miklar glímur og von á svakalegum slag í IceMar Höllinni á föstudagskvöld. Stúkan er besti sjötti maðurinn í leiknum og Græna Ljónahjörðin engri lík þegar hún snýr bökum saman þegar á móti blæs. Sjáumst á besta skemmtistað bæjarins!

Fyrir fánann og UMFN!