Allt undir í leik þrjú á morgunPrenta

Körfubolti

Miðvikudaginn 22. maí mætast Njarðvík og Keflavík í sinni þriðju viðureign í úrslitum Subway-deildar kvenna. Eins og flestum er kunnugt leiðir Keflavík einvígið 2-0 og þurfa því aðeins einn sigur til viðbótar til að verða meistarar.

Þriðja viðureign liðanna fer fram í Blue-höllinni annað kvöld og hefst kl. 19:15. Oft var þörf en nú er nauðsyn að vænir og grænir mæti vel í stúkuna og styðji okkar ljónynjur í baráttu sinni aftur inn í einvígið.

Liðið okkar hefur hjartað og viljann til þess að gera ótrúlegustu hluti og það er ekkert búið fyrr en lokaflautið gellur. Við Njarðvíkingar ætlum að mála Blue-höllina græna annað kvöld enda eru bestu sögurnar skrifaðar við einmitt svona aðstæður.

Við gerum þetta saman fyrir fánann og UMFN.