AMÍ liðið í sólríkri grillveisluPrenta

Sund

Á laugardaginn komu saman tæplega 100 manns í Sólbrekkuskógi, nutu veðurblíðunnar og áttu góða stund saman í grillveislu AMÍ keppenda. Í ár fara 60 keppendur frá okkur og var stærstur hluti þeirra mættur ásamt fjölskyldumeðlimum og sundmönnum frá ÍA og UMFA sem hér voru í æfingabúðum með efstu hópunum okkar. Grillaðar voru pylsur og svo var farið í leiki sem voru vel skipulagðir og efla liðsandann. Dagurinn einkenndist af léttleika og gleði sem þakka má góðu skipulagi þeirra sem að því komu og auðvitað góða veðrinu.; Takk allir sem komu að þessu og skipulöggðu þennan árlega viðburð.; Gangi ykkur vel í lokaundirbúningi fyrir AMÍ!; Æfið vel!; Fleiri myndir hér: http://www.keflavik.is/sund/myndasafn/?gid=1092