Andrés Már semur við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Andrés Már Kjartansson gerir sinn fyrsta meistaraflokks samning við Njarðvík.



Markmaðurinn ungi, Andrés Már, hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Njarðvíkur út keppnistímabilið 2025.



Andrés er ungur og efnilegur markmaður sem er fæddur árið 2005 og er uppalinn hjá HK.

Andrés gekk til liðs við Njarðvík á síðasta ári og var stuttu síðar kominn í æfingarhóp meistaraflokks eftir góðar frammistöður með 2.flokki félagsins.


Andrés skrifaði undir samninginn á Spáni þar sem hann er staddur í æfingarferð með meistaraflokki Njarðvíkur.



Knattspyrnudeildin óskar Andrési innilega til hamingju með samninginn!