Andri Fannar Freysson hefur framlengt samning sínum við Njarðvík. Andri Fannar sem kjörinn var leikmaður ársins þarf ekki að kynna fyrir lesendum, hann á að baki 115 leiki og gert 39 mörk með meistaraflokki síðan 2009. Við Njarðvíkingar fögnum því að Andri Fannar verði með okkur áfram og óskum honum til hamingju með það.
Æfingar meistaraflokks hófust á fimmtudaginn var og þar með undirbúningur okkar fyrir Inkasso-deildin næsta sumar. Framundan eru tveir æfingaleikir í mánuðinum við Aftureldingu og svo Grindavík.
Mynd/ Andri Fannar og Viðar Einarsson stjórnarmaður