Andri Fannar, Stefán Birgir og Styrmir Gauti áfram í okkar röðumPrenta

Fótbolti

Þeir Andri Fannar Freysson, Stefán Birgir Jóhannesson og Styrmir Gauti Fjeldsted hafa allir skrifað undir nýja tveggja ára samninga við Njarðvík. Þeir eru allir vel þekktir innan okkar raða og leikið samtals 249 leiki með meistaraflokki Njarðvík og gert 39 mörk. Andri Fannar og Styrmir Gauti eru uppaldir leikmenn hjá Njarðvík en Stefán Birgir hefur verið með okkur frá 2014 en kom frá Fram. Allir hafa þeir leikið lykil lykilhlutverki í liðinu undanfarin ár.

Þá skrifaði Óðinn Jóhannsson undir tveggja ára samning við deildina en hann var að gang uppúr 2. flokki. Óðinn á að baki 11 mótsleiki með meisaraflokki og gert 2 mörk.

odinn

Mynd/ Styrmir Gauti, Stefán Birgir og Andri Fannar í leik gegn ÍR sl. sumar.

Mynd/ Óðinn Jóhannsson