Anna, Lára, Helena og Vilborg í 12 manna EM hópinnPrenta

Körfubolti

Landsliðsþjálfararnir Halldór Karí Þórisson, Nebosja Knezevic og Berglind Gunnarsdóttir hafa valið 12 manna U20 hópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á EM í Skopje í Makedóníu dagana 9.-17. júlí næstkomandi. Fjórir liðsmenn úr Íslandsmeistaraliði Njarðvíkurkvenna voru valdir í lokahópinn en þær eru Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Helena Rafnsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Vilborg Jónsdóttir.

Boðað var til æf­inga í stór­um æf­inga­hópi leik­manna sem æfðu í úr­taks­hóp í lok maí og nú hef­ur hóp­ur­inn verið val­inn. 

Anna Lilja Ásgeirs­dótt­ir (Njarðvík)
Diljá Ögn Lár­us­dótt­ir  (Stjarn­an)
Elísa­beth Ýr Ægis­dótt­ir (Hauk­ar)
Helena Rafns­dótt­ir (Njarðvík)
Hulda Björk Ólafs­dótt­ir (Grinda­vík)
Kar­en Lind Helga­dótt­ir (Þór Ak­ur­eyri)
Lára Ösp Ásgeirs­dótt­ir (Njarðvík)
Lea Gunn­ars­dótt­ir (KR)
Na­tal­ía Jenný Lucic Jóns­dótt­ir (Grinda­vík)
Thea Ólafía Lucic Jóns­dótt­ir (Grinda­vík)
Tinna Guðrún Al­ex­and­ers­dótt­ir (Hauk­ar)
Vil­borg Jóns­dótt­ir (Njarðvík)

Íslenska U20 ára liðið leikur í B-deild Evrópukeppninnar og verður í D-riðli í Skopje með Noregi, Slóvaíku og Slóveníu. Leikjadagskrá Íslands má finna hér að neðan:

Laugardagur 9. júli: Ísland – Slóvakía
Mánudagur 11. júlí: Ísland – Noregur
Miðvikudagur 13. júlí: Ísland – Slóvenía

Heimasíða B-deildar Evrópukeppninnar

Til hamingju með valið í verkefnið og áfram Ísland!