Landsliðsþjálfararnir Halldór Karí Þórisson, Nebosja Knezevic og Berglind Gunnarsdóttir hafa valið 12 manna U20 hópinn sem keppir fyrir Íslands hönd á EM í Skopje í Makedóníu dagana 9.-17. júlí næstkomandi. Fjórir liðsmenn úr Íslandsmeistaraliði Njarðvíkurkvenna voru valdir í lokahópinn en þær eru Anna Lilja Ásgeirsdóttir, Helena Rafnsdóttir, Lára Ösp Ásgeirsdóttir og Vilborg Jónsdóttir.
Boðað var til æfinga í stórum æfingahópi leikmanna sem æfðu í úrtakshóp í lok maí og nú hefur hópurinn verið valinn.
Anna Lilja Ásgeirsdóttir (Njarðvík)
Diljá Ögn Lárusdóttir (Stjarnan)
Elísabeth Ýr Ægisdóttir (Haukar)
Helena Rafnsdóttir (Njarðvík)
Hulda Björk Ólafsdóttir (Grindavík)
Karen Lind Helgadóttir (Þór Akureyri)
Lára Ösp Ásgeirsdóttir (Njarðvík)
Lea Gunnarsdóttir (KR)
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir (Grindavík)
Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir (Grindavík)
Tinna Guðrún Alexandersdóttir (Haukar)
Vilborg Jónsdóttir (Njarðvík)
Íslenska U20 ára liðið leikur í B-deild Evrópukeppninnar og verður í D-riðli í Skopje með Noregi, Slóvaíku og Slóveníu. Leikjadagskrá Íslands má finna hér að neðan:
Laugardagur 9. júli: Ísland – Slóvakía
Mánudagur 11. júlí: Ísland – Noregur
Miðvikudagur 13. júlí: Ísland – Slóvenía
Heimasíða B-deildar Evrópukeppninnar
Til hamingju með valið í verkefnið og áfram Ísland!