Annar stórleikur í Garðabæ í dagPrenta

Körfubolti

Stórleikirnir hjá Njarðvíkurliðunum halda áfram í dag þegar ljónynjurnar í Njarðvík mæta Stjörnunni í Subway-deild kvenna kl. 14:00 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Með viðureigninni í dag eru aðeins fjórir leikir eftir þangað til deildinni verður skipt upp í A og B hluta.

Njarðvík og Stjarnan eru í fínu formi um þessar mundir. Okkar konur með sigra í fjórum síðustu deildarleikjum og Stjarnan hefur unnið síðustu þrjá deildarleiki. Stjarnan hafði betur í Ljónagryfjunni 81-87 í októbermánuði og þau stig vilja okkar konur til baka!

Njarðvíkingar! Mætum og styðjum okkar lið.

#FyrirFánann