Anton Freyr hlaut aðalvinninginn í jólahappdrætti KKD UMFNPrenta

Körfubolti

Það var Anton Freyr Guðlaugsson sem vann aðalvinninginn í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Anton fékk vinninginn afhentan á dögunum en það var iPhone 11 sími.

Anton er leikmaður karlaliðs Keflavíkur í knattspyrnu og þekkir víst ágætlega til í Njarðtaksgryfjunni þar sem kærasta hans leikur með meistaraflokki Njarðvíkur en það er Erna Freydís Traustadóttir.

Stjórn KKD UMFN þakkar Antoni fyrir stuðninginn við happdrætti deildarinnar og óskar honum til hamingju með nýjan og veglegan iPhone 11.

Mynd/ Anton sáttur með aðalvinninginn.