Ari Már kveður NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Ari Már Andrésson kveður Njarðvík!

Njarðvíkingurinn, Ari Már Andrésson formlega ákveðið að leika ekki með Njarðvíkingum í sumar, nú þegar félagsskiptaglugginn hefur lokað.
Ari kemur til með að spila með Höfnum í 5.deildinni í sumar.

Ari Már er holdgervingur sanns Njarðvíkings, en hann sleit barnsskónum í yngri flokkum Njarðvíkur.
Lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012, þá aðeins 15 ára gamall, og er þar að leiðandi þriðji yngsti meistaraflokksleikmaður sögunnar hjá Njarðvík.

Frá þeim tíma hefur Ari leikið 220 leiki fyrir Njarðvíkurliðið í leikjum á vegum KSÍ, sem gerir hann að öðrum leikjahæsta Njarðvíking sögunnar.
Í þeim 220 leikjum hefur Ari skorað 13 mörk, farið upp um deildir, niður um deildir og allt þar á milli.
Nú síðast verið lykilmaður í að tryggja uppeldisfélagi sínu sæti í Lengjudeildinni sem hefst á föstudaginn kemur.

Okkur hlakkar til að sjá Ara á pöllunum í sumar að styðja liðið, og hver veit nema við sjáum hann aftur í græna búningnum áður en um langt líður.

Þangað til segjum við takk fyrir þitt framlag til Knattspyrnudeildar Njarðvíkur, Ari.

Áfram Njarðvík!