Ari Már og Kenny framlengja og nýr leikmaður Jón TómasPrenta

Fótbolti

Núna á síðustu dögum ársins náðum við að ganga frá við tvo leikmenn sem hafa leikið með okkur og einn nýr bætist við hópinn.

Ari Már Andrésson framlegir samning sínum við Njarðvík. Ari Már er 23 ára uppalin hjá Njarðvík hefur leikið 167 mótsleiki og gert í þeim 6 mörk. Hann er orðin einn að reyndustu leikmönnum okkar og öflugur leikmaður.

Kenneth Hogg hefur ákveðið að leika áfram með Njarðvík á næsta ári. Kenny eins flestir þekkja hann er 28 ára og kom til okkar í lok júlí 2017 frá Tindastól hefur leikið alls 68 mótsleiki og gert í þeim 17 mörk. Kenny er dugnaðarforkur í leikjum eins og stuðningsmenn okkar þekkja.

Þá hefur varnarmaðurinn Jón Tómas Rúnarsson ákveðið að leika með okkur en hann kemur frá Víði. Jón Tómas er 25 ára uppalinn hjá Keflavík en hann lék með Njarðvík árið 2013 og 14 og á að baki 24 mótsleiki og gert í þeim 2 mörk. Við bjóðum Jón Tómas velkomin að ný til okkar og fögnum því Ari Már og Kenny sé búnir að staðfesta það að þeir leiki áfram með Njarðvík.


Árni Þór formaður ásamt Kenny


Árni Þór ásamt Ara Már


Árni Þór ásamt Jóni Tómasi