Arnar Helgi Magnússon var í kvöld valinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks. Þá var Arnar Helgi einnig valin efnilegasti leikmaðurinn og handhafi Mile-bikarsins. Theodór Guðni Halldórsson var markahæsti leikmaðurinn með 12 mörk í Borgunarbikarnum, Íslandsmótinu og Lengjubikarnum.
Þá var þeim Davíð Guðlaugssyni, Stefáni Birgi Jóhannessyni og Theodór Guðni Halldórssyni veittar viðurkenningar fyrir 50 leiki með meistaraflokki Njarðvíkur. Tveir aðrir leikmenn náðu 50 leikjum í ár þeir Bergþór Ingi Smárason og Viktor Smári Hafsteinsson en þeir voru ekki viðstaddir í dag.
Knattspyrnudeildin óskar þeim öllum til hamingju með viðurkenningarnar og þakka einnig öllum stuðningsmönnu, styrktaraðilum og velunnurum kærlega fyrir samstarfið og stuðninginn.
Markakóngurinn Theodór Guðni
Fimmíu leikja mennirnir Stefán Birgir, Theodór Guðni og Davíð