Arnar Helgi Magnússon með 200 leiki fyrir Knattspyrnudeild Njarðvíkur!
Arnar Helgi lék í gærkvöldi leik númer 200 fyrir Njarðvík í keppnum á vegum KSÍ.
Undir það teljast leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikarnum.
Leikurinn kom í 1-1 jafntefli gegn Gróttu á Vivaldivellinum í fyrsta leik Lengjudeildarinnar 2023.
Arnar hefur verið í herbúðum Njarðvíkur frá árinu 2016 þegar hann kom til liðs við okkur frá FH.
Á þeim tíma hefur Arnar eins og áður sagði leikið 200 leiki, og skorað í þeim 16 mörk.
Knattspyrnudeildin óskar Arnari til hamingju með áfangann og hlökkum til að fylgjast með honum og liðinu takast á við Lengjudeildina í sumar.