Arnar Helgi og Krystian framlengjaPrenta

Fótbolti

Tveir leikmenn þeir Arnar Helgi Magnússon og Krystian Wiktorowicz hafa framlengt samningum sínum við Njarðvík. Arnar Helgi kom frá FH fyrir keppnistimabilið 2016 og hefur leikið alls 85 leiki með Njarðvík og skorað 8 mörk í þeim, hann var einnig kjörin leikmaður ársins 2016. Krystian sem er 18 ára og uppalinn leikmaður hjá Njarðvík hefur leikið alls 14 leiki og skorað í þeim 3 mörk, hann var valin efnilegasti leikmaðurinn á þessu ári ásamt því að vera leikmaður ársins í 2. flokki.
Knattspyrnudeildin óskar þeim báðum til hamingju.

Meistaraflokkur hóf æfingar og undirbúning fyrir næsta keppnistímabil í gærkvöldi, framundan í nóvember eru tveir æfingaleikir við Fram og Víking Rvík.

Arnar Helgi ásamt Trausta Arngrímssyni

Krystjan ásamt Trausta Arngrímssyni