Arnar Helgi orðinn næst leikjahæstur í sögunniPrenta

Fótbolti

Arnar Helgi Magnússon orðinn annar leikjahæsti Njarðvíkingur sögunnar!

Leikur Njarðvíkur og Þórs Akureyris í Lengjudeildinni í gærkvöldi var leikur númer 221 hjá Arnari Helga fyrir UMFN á vegum KSÍ. Arnar stóð að sjálfsögðu vaktina í vörninni í glæsilegum 5-1 sigri okkar manna.
Leikir á vegum KSÍ teljast leikir í deildarkeppni, bikarkeppni og deildarbikarkeppni.

Arnar tekur fram úr Ara Má Andréssyni og Bergþóri Inga Smárasyni sem eru með sitthvora 220 leikina, en Kristinn Örn Agnarsson er með flesta leiki eða 266 talsins.

Arnar sem er fæddur árið 1996 ól manninn hjá FH í Hafnafirði, en um leið og hann hafði lokið 2. flokki mætti hann til Njarðvíkur þar sem hann hefur verið allar götur síðan, eða frá árinu 2016.

Óhætt er að segja að Arnar er búinn að upplifa margt með klúbbnum, en hann hefur farið upp um deild, fallið niður um deild, borið fyrirliðabandið, spilað hinar ýmsu stöður á vellinum og er frábær leikmaður og einstaklingur innan sem utan vallar sem UMFN er heppið og stolt að hafa innan sinna raða.

Knattspyrnudeildin óskar Arnari innilega til hamingju með 221 leikina, og megi þeir verða sem allra flestir.

Áfram Njarðvík!