Undanfarna daga hefur Knattspyrnudeildin verið að framlengja samninga við nokkra leikmenn, en þeir Arnar Helgi Magnússon, fyrirliðinn okkar Kenny Hogg og Samúel Skjöldur Ingibjargarson hafa allir framlengt samningum sínum út árið 2026.
Arnar Helgi:
Arnar Helgi varð á dögunum næst leikjahæsti Njarðvíkingur sögunnar og er kominn með 222 leiki fyrir Ungmennafélagið.
Arnar hefur leikið í heildina eins og áður sagði 222 meistaraflokksleiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim 16 mörk.Arnar er frábær liðsmaður og félagsmaður sem hefur leikið hinar ýmsu stöður fyrir félagið frá því hann kom til okkar fyrst árið 2016, og nú síðast myndað frábært hafsentapar með Sigurjóni Má í upphafi leiktíðar þar sem Arnar hefur spilað hverja einustu mínútu tímabilsins.
Það er mikið gleðiefni að halda Arnari áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Arnari innilega til hamingju með nýja samninginn.
Kenny Hogg
Kenny hefur svo sannarlega verið dyggur þjónn fyrir Njarðvíkurliðið allt frá árinu 2017, eða síðan hann kom gekk til liðs við okkur frá Tindastól þar sem hann lék í 1 og hálfa leiktíð.
Kenny hefur leikið í heildina 189 meistaraflokksleiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ og skorað í þeim 74 mörk sem gerir hann af áttunda leikjahæsta Njarðvíking sögunnar, og jafn markahæsta leikmann í sögu Knattspyrnudeildarinnar, en hann jafnaði met Sævars Eyjólfssonar í síðasta leik gegn Fjölnir.
Þess að auki ber Kenny í dag fyrirliðaband Njarðvíkur og er mikilvægur leikmaður innan sem utan vallar í félaginu.
Það er mikið gleðiefni að halda Kenny áfram í herbúðum Njarðvíkur og óskar Knattspyrnudeildin Kenny til hamingju með nýja samninginn.
Samúel Skjöldur
Samúel er varnarmaður sem er fæddur árið 2003 og er uppalinn hjá klúbbnum, og er frábær félagsmaður fram í fingurgóma.
Samúel hefur í heildina leikið 14 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ, en 11 þeirra hafa komið fyrir Njarðvík auk þriggja leikja á láni hjá Höfnum í fyrra.
Samúel lenti í slæmum meiðslum á undirbúningstímabilinu en hefur verið að ná fyrri styrk og er og verður mikilvægur í sínu hlutverki í sumar innan sem utan vallar fyrir Njarðvík.
Knattspyrnudeildin óskar Samúeli til hamingju með nýja samninginn sinn!
Áfram Njarðvík!