Arnleifur Hjörleifsson gengur til liðs við Njarðvík!
Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Knattspyrnufélag ÍA hafa gert með sér samkomulag um að vinstri bakvörðuirinn, Arnleifur Hjörleifsson, leiki með Njarðvíkurliðinu tímabilið 2025 á láni frá ÍA.
Arnleifur sem er fæddur árið 2000 á alls 164 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ og er með í þeim 14 mörk.
Arnleifur kemur upprunalega frá Ólafsvík en hefur leikið með Kára, venslafélagi ÍA, Kórdrengjum og nú síðast ÍA í Bestu deildinni þar sem hann lék 12 leiki á liðnu tímabili.
Áður hafi hann leikið 20 leiki í Lengjudeildinni í liði ÍA sem sigraði deildina árið 2023.
Arnleifur er spennandi viðbót við hópinn og verður gaman að fylgjast með honum í grænu treyjunni á næsta tímabili.
Knattspyrnudeildin býður Arnleif hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!