Ása og Þuríður framlengja til næstu tveggja áraPrenta

Körfubolti

Ása Böðvarsdóttir-Taylor og Þuríður Birna Björnsdóttir hafa framlengt samningi sínum við kvennalið Njarðvíkur til næstu tveggja ára. Þuríður lék 16 deildarleiki með Njarðvík á síðasta tímabili og Ása 20 en báðar eru þær hluti af hóp eldri leikmanna þrátt fyrir ungan aldur en Þuríður er 20 ára og Ása 21 árs.

Keppni í 1. deild kvenna hefst 5. október en fyrsti leikur kvennaliðs Njarðvíkur er 12. október þegar liðið heimsækir Stjörnuna í Garðabæ og fyrsti heimaleikur kvennaliðsins er 20. október þegar Fjölnir kemur í heimsókn.

#ÁframNjarðvík

Mynd/ Kristín Örlygsdóttir formaður fyrir miðju en t.v. er Þuríður Birna og t.h. er Ása.