Aþena íslandsmeistari í Ólympískum lyftingumPrenta

Lyftingar

Íslandsmeistaramót í ólympískum lyftingum fór fram í Mosfellsbæ 23.febrúar sl.

Aþena Eir Jónsdóttir Elizondo og Thelma Hrund Hermannsdóttir tóku þátt fyrir hönd Massa í fjölmennum -71kg flokki.

Aþena Eir lyfti 66kg í snörun og 89kg í jafnhendingu sem tryggði henni Íslandsmeistaratitilinn í -71kg flokki.

Thelma Hrund lyfti 62kg í snörun og 79kg í jafnhendingu.

Þjálfarar á mótinu voru Sindri Freyr Arnarsson og Ingi Gunnar Ólafsson.

Nú hefst undirbúningur fyrir næsta lyftingamót en það er Sumarmót LSÍ sem verður haldið 18.maí nk.