Átta leikmenn frá Njarðvík í yngri landsliðum sumarsinsPrenta

Körfubolti

Landsliðsþjálfarar KKÍ hafa valið og boðað sína leikmenn í landslið U15, U16 og U18 ára drengja og stúlkna fyrir sumarið sem framundan er.
Þjálfararnir hafa valið þá leikmenn sem skipa 16 til 18 manna landsliðin en það er lokahópurinn sem tekur þátt í æfingum og verkefnum sumarsins.

Átta leikmenn í yngriflokkum Njarðvíkur hafa verið valdir í hópana en þeir eru:

U15 stúlkna

Hólmfríður Eyja Jónsdóttir · Njarðvík
Hulda María Agnarsdóttir · Njarðvík
Kristín Björk Guðjónsdóttir · Njarðvík
Sara Björk Logadóttir · Njarðvík

U15 drengja

Patrik Joe Birmingham · Njarðvík

U16 drengja

Heimir Gamalíel Helgason · Njarðvík

U18 stúlkna

Dzana Crnac · Njarðvík
Rannveig Guðmundsdóttir · Njarðvík

Nánar á heimasíðu KKÍ