Átta Njarðvíkingar á leið á NorðurlandamótiðPrenta

Körfubolti

Alls hafa átta Njarðvíkingar verið valdir til verkefni á æfingamóti eða Norðurlandamóti með yngri landsliðum Íslands. KKÍ greindi frá þessu í dag en þó á enn eftir að velja hjópinn fyrir U20 ára karlalandslið Íslands. Hér að neðan má sjá þá fulltrúa Njarðvíkur sem verða á Norðurlandamótinu þetta sumarið.

U15 drengja – æfingamót í Finnlandi
Almar Orri Jónsson

U16 drengja – Norðurlandamót í Finnlandi
Patrik Joe Birmingham

U16 stúlkna – Norðurlandamót í Finnlandi
Hólmfríður Eyja Jónsdóttir
Hulda María Agnarsdóttir
Kristín Björk Guðjónsdóttir
Sara Björk Logadóttir

U20 ára kvenna – Norðurlandamót í Svíþjóð
Jana Falsdóttir
Krista Gló Magnúsdóttir

U20 ára karla
Valið fer fram næstu helgi. Elías Bjarki Pálsson hefur verið í æfingahópum landsliðsins undanfarið.

Barna- og unglingaráð óskar þessum leikmönnum til hamingju og gangi ykkur vel með undirbúninginn í sumar. Þá viljum við láta fólk og fyrirtæki vita af því að kostnaður sumra leikmanna mun nálgast 800.000,- kr. í landsliðsverkefnum sumarsins og því munu þessi öflugu körfuboltaungmenni leita á náðir ykkar á næstu misserum við að fjármagna verkefni sín. Barna- og unglingaráð KKD Njarðvíkur vill þakka fólki og fyrirtækjum á svæðinu fyrir að hafa tekið vel á móti yngra landsliðsfólki í gegnum árin en slíkur stuðningur er ómetanlegur.

Mynd/ JBÓ – Almar Orri Jónsson tekur þátt í sínu fyrsta landsliðssumri á ferlinum með U15 ára drengjalandsliði Íslands á æfingamóti í Finnlandi.