Auka aðalfundur kkd. UMFN 2021
24. maí 2021
Fjöldi mættir: 17
Fundarstjóri var kosinn: Friðrik Pétur Ragnarsson
Ritari fundar: Skúli B. Sigurðsson
Einungis var einn dagskrárliður á fundinum og var það myndun nýrrar stjórnar. Körfuknattleiksdeild fékk samþykki aðalstjórnar að stjórn körfuknattleiksdeildar fái að vera fjölskipuð, þ.e.a.s. að fleiri en fjórir verði kjörnir sem meðstjórnendur aðalstjórnar deildarinnar. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst körfuknattleiksdeildinni vel með fjölskipuðum hóp sem hefur tekið rekstur deildarinnar föstum tökum í krafti fjöldans. Afrit af fundargerð aðalfundar sem haldinn var í mars sl. var til skoðunar á fundinum.
Til framboðs í formannstöðu bauð sig fram sitjandi formaður, Kristín Örlygsdóttir og var hún kosinn af fundinum með öllum atkvæðum. Meðstjórnendur stjórnar voru svo kosnir eftirfarandi með öllum greiddum atvæðum fundar: Brenton Birmingham Vala Vilhjálmsdóttir Einar Jónsson Agnar Mar Gunnarsson Teitur Örlygsson Sigrún Ragnarsdóttir Hreiðar Hreiðarsson Gunnar Örn Örlygsson
Þau sem fóru úr stjórn 2020-2021 voru Guðrún Hildur Jóhannsdóttir, Ásgeir Snær Guðbjartsson. Var þeim þakkað sín störf fyrir deildina og ekki ólíklegt að þau bæði verði deildinni eitthvað innan handar eins og þau hafa verið sl. ár.
Körfuknattleiksdeild heiðraði svo Guðný Karlsdóttir formann barna og unglingaráðs í tilefni 50 ára afmæli hennar með gjöf. Guðný Karls tók til máls og sagði frá því að breytingar væru í vændum á unglingaráði og tjáði fundinum að eftirsótt væri að vera í unglingaráði og að ekki hafi verið erfitt að finna nýtt fólk . Að því loknu bauð Friðrik orðið laust en engin sem bauð sig í slíkt. Fundi var það með slitið.