Auka aðalfundur KKD UMFN 2022
16.maí 2022
Fjöldi mættir: 17
Fundarstjóri var kosinn: Helgi Arnarson.
Ritari fundar: Vala Rún Vilhjálmsdóttir.


Einungis var einn dagskrárliður á fundinum og var það myndun nýrrar stjórnar. Körfuknattleiksdeild fékk samþykki aðalstjórnar að stjórn körfuknattleiksdeildar fái að vera fjölskipuð, þ.e.a.s. að fleiri en fjórir verði kjörnir sem meðstjórnendur aðalstjórnar deildarinnar. Núverandi fyrirkomulag hefur reynst körfuknattleiksdeildinni vel með fjölskipuðum hóp sem hefur tekið rekstur deildarinnar föstum tökum í krafti fjöldans. Afrit af fundargerð aðalfundar sem haldinn var í mars sl. var til skoðunar á fundinum.


Til framboðs í formannsstöðu bauð sig fram sitjandi formaður, Kristín Örlygsdóttir og var hún kosin af fundinum með öllum atkvæðum.
Einn aðili fer úr aðalstjórn, Sigrún Ragnarsdóttir og hefur Ólafur Bergur Ólafsson boðið sig fram í hennar sæti. Hann er samþykktur með öllum greiddum atkvæðum. Meðstjórnendur stjórnar voru svo kosnir eftirfarandi með öllum greiddum atkvæðum fundar: Brenton Birmingham, Vala Rún Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Agnar Mar Gunnarsson, Emma Hanna Einarsdóttir, og Teitur Örlygsson.
Fráfarandi varamenn eru Hafsteinn Sveinsson og Hreiðar Hreiðarsson. Í þeirra stað bjóða sig fram Jón Haukur Hafsteinsson og Eyrún Ósk Elvarsdóttir. Voru þau samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


Varamenn sem sitja áfram: Geirný Geirsdóttir og Gunnar Örlygsson og var það líka samþykkt með öllum atkvæðum.
Helgi tekur til máls sem sviðsstjóri Reykjanesbæjar í íþróttamálum og þakkar stjórn fyrir vel unnin störf og mikinn metnað. Og vonast til enn betri árangurs hjá sínu liði á næsta ári.


Kristín tekur til máls og þakkar Helga vel unnin störf sem fundarstjóri og slítur fundi í kjölfarið.