SKRÁNING

Innskráning Smelltu hér til þess að fara inn á skráningarsíðu deilda

NÆSTU VIÐBURÐIR

Engir viðburðir á næstunni.

Nú er komið að lokahnikknum!

Nú þegar það er bara örstutt þangað til við leggjum af stað norður er mesta vinnan að baki. Sundmenn og fjölskyldur þeirra hafa þurft að taka hundruð ákvarðanna sem hafa áhrif á árangurinn. Þessar ákvarðanir munu skipta máli.

1 vika til stefnu!

Nú er bara ein vika, 7 dagar, 168 tímar eða 10080 mínútur eftir þar til við leggjum af stað á Akureyri og lokaundirbúningur er í fullum gangi fyrir stóru keppnina.

AMÍ liðið í sólríkri grillveislu

Á laugardaginn komu saman tæplega 100 manns í Sólbrekkuskógi, nutu veðurblíðunnar og áttu góða stund saman í grillveislu AMÍ keppenda. Í ár fara 60 keppendur frá okkur og var stærstur hluti þeirra mættur ásamt fjölskyldumeðlimum og sundmönnum frá ÍA og UMFA sem hér voru í æfingabúðum með efstu hópunum okkar. Grillaðar voru pylsur og svo var farið í leiki sem voru vel skipulagðir og efla liðsandann. Dagurinn einkenndist af léttleika og gleði sem þakka má góðu skipulagi þeirra sem að því komu og auðvitað góða veðrinu. Takk allir sem komu að þessu og skipulöggðu þennan árlega viðburð. Gangi ykkur vel í lokaundirbúningi fyrir AMÍ! Æfið vel! Fleiri myndir hér: http://www.keflavik.is/sund/myndasafn/?gid=1092

Lið vinna saman

Síðasta laugardag var haldinn sameiginlegur æfingadagur hér í lauginni okkar þar sem sundmenn frá ÍRB, Akranesi og Aftureldingu æfðu saman. Þjálfararnir Kjell (yfirþjálfari á Akranesi) og Salóme (yfirþjálfari aftureldingar) komu með hóp sundmanna sem æfðu með okkur á tveimur æfingum þennan dag. Með þeim var einnig Amanda þjálfari sem var áður þjálfari á Selfossi og síðar Ármanni en hún tekur fljótlega við yfirþjálfarastöðu hjá Aftureldingu. Næstum allir sundmenn í efstu hópunum tveimur mættu á a.m.k aðra æfinguna en sérstaklega var góð mæting á morgunæfinguna. Það var frábært að sjá sundmenn úr þessum liðum æfa sama, spjalla og gefa hvort öðru góð ráð. Liðin tóku svo einnig þátt í AMÍ grillveislu ÍRB í Sólbrekkuskógi í hádeginu og var dagurinn afar ánægjulegur. Takk allir sem tóku þátt :) Gangi ykkur vel á AMÍ!

AMÍ grill og góðir gestir

Okkar árlega AMÍ grillveisla í Sólbrekkuskógi verður haldin á morgun. Veislan er beint eftir æfingu eða um 11:30, en allir hópar æfa klukkan 9 í fyrramálið. Munið að koma með 700 kr á mann í reiðufé fyrir veisluföngunum, enginn posi er á staðnum. Við fáum góða gesti frá Aftureldingu og ÍA en sundmenn frá þeim munu æfa með Úrvalshópi og Landsliðshópi á morgun og vera með okkur í grillinu. Liðin æfa einnig saman frá 15-17 og ætlast er til þess að allir mæti á æfingarnar þar sem nú eru aðeins 12 dagar í AMÍ.

Bara tvær vikur eftir!

Nú þegar það eru bara tvær vikur þar til liðið okkar leggur af stað á AMÍ er hver einasta æfing gríðarlega mikilvæg. Þar sem þetta er liðskeppni er mikilvægt að hafa í huga að hver sundmaður hefur hlutverk og það er aðeins með því að mæta og æfa 100% vel sem þeir styðja liðið sitt á réttan hátt. Vertu hluti af liðinu þínu-mættu í laugina og vertu sannur liðsfélagi!