AMÍ liðið-4 vikur í dag!

Núna eru nákvæmlega 4 vikur í fyrsta keppnisdag AMÍ og hér fyrir neðan er listi yfir þá sundmenn ÍRB sem hafa náð lágmörkum fyrir mótið. Liðið okkar á síðasta AMÍ var mjög stórt en þá kepptu 47 sundmenn og við vorum með mikla yfirburði á mótinu. Árið 2013 voru keppendur okkar 37, árið 2012 voru þeir 49 en það ár var það síðasta þar til nú þar sem allir aldursflokkar kepptu. Árið 2011 unnum við AMÍ bikarinn aftur til okkar en þá voru 43 sundmenn í liðinu en árið þar áður þegar við lentum í 2. sæti voru 37 sundmenn. Núna eru aftur allir aldursflokkar að keppa og núna hafa 60 sundmenn náð lágmörkum!!! Það eru tvö mót eftir til þess að bæta við lágmörkum en hver sundmaður má að hámarki keppa í 6 greinum, þetta eru Akranesleikarnir sem eru núna um helgina og Vormót ÍRB í vikunni á eftir en það er síðasta tækifærið sem gefst. Flott hjá ykkur öllum-en munið að það að stórt lið gefur ekki endilega árangur. Það þarf góð sund til þess og það næst bara með því að æfa vel og leggja sig vel fram á æfingum. Höldum áfram góðu vinnunni í lauginni! Áhugahópur Ólöf Edda Eðvarðsdóttir Alexander Páll Friðriksson Jón Ágúst Guðmundsson Daníel Diego Gullien Agata Jóhannesdóttir Landsliðshópur Karen Mist Arngeirsdóttir Gunnhildur Björg Baldursdóttir Þröstur Bjarnason Sunneva Dögg Friðriksdóttir (Verður í Baku á Evrópuleikunum) Íris Ósk Hilmarsdóttir Diljá Rún Ívarsdóttir Eydís Ósk Kolbeinsdóttir (Verður í Baku á Evrópuleikunum) Ingi Þór Ólafsson Rakel Ýr Ottósdóttir Kolbrún Eva Pálmadóttir Sylwia Sienkiewicz Baldvin Sigmarsson Kristófer Sigurðsson Stefanía Sigurþórsdóttir Svanfríður Steingrímsdóttir Úrvalshópur Jóna Halla Egilsdóttir Sandra Ósk Elíasdóttir Birta María Falsdóttir Bjarndís Sól Helenudóttir Björgvín Theodór Hilmarsson J. Matthea Jóhannesdóttir Erna Guðrún Jónsdóttir Guðrun Eir Jónsdóttir Aníka Mjöll Júlíusdóttir Klaudia Malesa Eiríkur Ingi Ólafsson Steinunn Rúna Ragnarsdóttir Hreiðar Máni Ragnarsson Erla Sigurjónsdóttir Framtiðarhópur Þórdís María Aðalsteinsdóttir Þórunn Kolbrún Árnadóttir Sólveig María Baldursdóttir Ástrós Elísa Eyþórsdóttir Eva Margrét Falsdóttir Guðný Birna Falsdóttir Sigrún Helga Guðnadóttir Már Gunnarsson Eva Rut Halldórsdóttir Kári Snær Halldórsson Fannar Snævar Hauksson Clifford Dean Helgason Birna Hilmarsdóttir Unnar Ernir Holm Jakub Cezary Jaks Birta Líf Ólafsdóttir Hafdís Eva Pálsdóttir Daníel Patrick Riley Ásta Kamilla Sigurðardóttir Tristan Þór K Wium Háhyrningar Bergþóra Sif Árnadóttir Rebekka Marín Arngeirsdóttir Thelma Lind Einarsdóttir Stefanía Ósk Halldórsdóttir Briet Björk Hauksdóttir Þórhildur Ósk Þ Snædal

SKRÁNING

Innskráning Smelltu hér til þess að fara inn á skráningarsíðu deilda

NÆSTU VIÐBURÐIR

Engir viðburðir á næstunni.

Stefanía valin til að fara á EYOF

Staðfest hefur verið að Stefanía Sigurþórsdóttir hefur verið valin til að keppa á Ólympíuhátíð æskunnar (EYOF) sem haldin verður í Tiblissi í Georgíu í júlí. Hún og Ólafur Sigurðsson verða fulltrúar Íslands og munu bæði keppa í skriðsundi í löngum vegalengdum. Til hamingju Stefanía og gangi þér vel í undirbúningnum.

Einn mánuður í AMÍ!!!!

Í dag er bara einn mánuður þar til AMÍ byrjar. Sundmenn fá fljótlega að vita í hvaða greinum þeir munu keppa en þó þeir viti það ekki nú þegar þýðir það ekki að þeir geti ekki æft sig af krafti. Öllum finnst gaman að standa sig vel á AMÍ og fólk elskar það jafnvel enn meira þegar liðið þeirra vinnur bikarinn stóra. En hver einast sundmaður er mikilvægur. Ert þú að leggja þitt af mörkum?

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn í sumar

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn Samtals 9 skipti í senn Námskeiðin eru fyrir 2 ára og eldri. Í hverri laug er leiðbeinandi og 3-4 aðstoðarmenn ofan í lauginni sem eru sundmenn ÍRB. Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatnsöryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpartækja. Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpartækja. Námskeið Tvö tímabil í boði: 10. júní til 23. júní. 9 skipti. Frí 17. Júní. 30. júní til 10. júlí. 9 skipti. Tímasetning Hægt er að velja um tíma á morgnanna kl. 9.00, 10.00 eða 11.00. Staðsetning Boðið verður upp á námskeið í sundlaugum Akurskóla í Innri Njarðvík og í Heiðarskóla í Keflavík en við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa vegna fjölda ef nauðsyn er á því þegar skráning liggur fyrir. Leiðbeinendur Leiðbeinendur verða þjálfarar og sundmenn ÍRB. Þátttökugjald Verð á hverju námskeiði er 8.500. Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið. Skráning Hægt er að skrá sig á heimasíðum félaganna frá 26. maí.: https://umfn.felog.is/ https://keflavik.felog.is/

Bíófjör á skemmtidegi

Þann 2 maí sameinuðu Ólöf Edda og Hjördís hópana sína og héldu bíósýningu í Holtaskóla. Krakkarnir horfðu á myndina Mörgæsirnar í Madagaskar 2. Það var svaka fjör og allir fóru glaðir og sáttir heim.

Mikilvægir dagar næstu 6 vikur!

Það eru margar ástæður fyrir því að talan 6 er mikilvæg í dag. 1) Það eru 6 vikur þangað til AMÍ hefst og meirihluti sundmannanna sem æfa núna eru að undibúa sig fyrir það. Þetta er mjög mikilvægt mót og þetta er í eina skiptið á árinu sem við sem lið að sigri. 2) 66 er sá fjöldi æfinga sem eftir er fyrir sundmenn í afrekshópunum tveimur fyrir AMÍ og helmingi minna eftir hjá Framtíðarhópi og Háhyrningum. Þetta eru tækifærin sem eftir eru fyrir sundmenn til að bæta sig fyrir AMÍ. 3) 6 sundmenn í Landsliðshópi keppa á Smáþjóðaleikunum eftir 2,5 vikur, í Baku eftir 6 vikur og á NÆM eftir 8 vikur. 4) Akranesleikar eru eftir aðeins 2 vikur og það er lokamótið á tímabilinu fyrir um 60 af yngri sundmönnum okkar. 5) Vormót ÍRB er síðasta mótið til þess að ná lágmörkum fyrir .ær 6 greinar sem sundmenn mega keppa í á AMÍ og það eru bara 3,5 vikur í vormótið. 6) Finndu 6 ástæður fyrir því hvers vegna þú mátt ekki missa af æfingu í dag!

Gleði og skemmtun á lokahófi – Skýringar á xlr8 kerfinu hér

Hið árlega lokahóf ÍRB var haldið beint í kjölfarið á Landsbankamótinu. Eins og venjulega var þetta afar gleðileg kvöldstund og mættu yfir 200 sundmenn, fjölskyldur þeirra og boðsgestir. Lokahófsgestir snæddu saman ljúffengan kvöldverð, reyndu á heppnina í stóru happdrætti og svo voru að sjálfsögðu veitt ýmis verðlaun. Kynnir kvöldsins var Kristinn Ásgeir Gylfason gamalkunnur sundmaður úr okkar röðum. Við færum Kristni kærar þakkir fyrir frábæra frammistöðu! Við fengum einnig að sjá glæsileg skemmtiatriði. Danshópur frá Danskompaný sýndi listir sínar og töframaðurinn snjalli Jón Arnór sem keppti á síðasta ári í Ísland Got Talent heillaði salinn upp úr skónum með töfrabrögðum sínum! Mikill fjöldi verðlauna var veittur, sum fyrir árið 2014 en önnur fyrir tímabilið 2014/2015. Hér fyrir neðan er listi yfir stærstu verðlaunin. Við færum þeim foreldrum sem sáu um skipulag og undirbúning kvöldsins innilegustu þakkir fyrir en við stjórnvölinn var Sigrún Karlsdóttir. Kvöldið var frábært í alla staði, kærar þakkir til allra sem gátu komið og við vonum að allir hafi skemmt sér vel. Stærstu verðlaunin hlutu: XLR8 sundmenn ársins (skýringar á xlr8 kerfinu hér) Konur: Erla Sigurjónsdóttir (40,000 Kr.) Karlar: Kristófer Sigurðsson (40,000 Kr.) Stúlkur: Sunneva Dögg Friðriksdóttir (30,000 Kr.) Piltar: Baldvin Sigmarsson (30,000 Kr.) Telpur: Stefanía Sigurþórsdóttir (20,000 Kr.) Drengir: Sigmar Marijón Friðriksson (20,000 Kr.) Meyjur: Diljá Rún Ívarsdóttir (10,000 Kr.) Sveinar: Tristan Þór K Wium (10,000 Kr.) Hnátur: Eva Margret Falsdóttir Hnokkar: Clifford Dean Helgason Snótir Stefanía Ósk Halldórsdóttir Snáðar: Guðmundur Leo Rafnsson Sprettsundkóngur og -drottning (samanlagður tími í 25m greinum) Konur: Erla Sigurjónsdóttir Karlar: Kristófer Sigurðsson Stúlkur: Sylwia Sienkiewicz Piltar: Baldvin Sigmarsson Telpur: Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Drengir: Jakub Cezary Jaks Meyjur: Diljá Rún Ívarsdóttir Sveinar: Tristan Þór K Wium Hnátur: Eva Margrét Falsdóttir Hnokkar: Fannar Snævar Hauksson Snótir Stefanía Ósk Halldórsdóttir Snáðar: Hafsteinn Emilsson Viðurkenningar fyrir skuldbindingu Afrekshópar Framúrskarandi mæting Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Sylwia Sienkiewicz Karen Mist Arngeirsdóttir Gunnhildur Björg Baldursdóttir Sandra Ósk Elíasdóttir Rakel Ýr Ottósdóttir Ingi Þór Ólafsson Stefanía Sigurþórsdóttir Svanfriður Steingrímsdóttir Sunneva Dögg Friðriksdóttir Erna Guðrún Jónsdóttir Klaudia Malesa Jóhanna Matthea Jóhannesdóttir Kolbrún Eva Pálmadóttir Diljá Rún Ívarsdóttir Eva Margrét Falsdóttir Fannar Snævar Hauksson Góð mæting Þröstur Bjarnason Íris Ósk Hilmarsdóttir Björgvín Theodór Hilmarsson Eiríkur Ingi Ólafsson Tristan Þór K Wium Eva Rút Halldórsdóttir Guðný Birna Falsdóttir Kári Snær Halldórsson Sólveig María Baldursdóttir Þórdís María Aðalsteinsdótir Clifford Dean Helgason Yngri hópar Háhyrningar Solveig María Baldursdóttir Sverðfiskur A Embla Önnudóttir Sverðfiskur V Guðmundur Leo Rafnsson Flugfiskur A Denas Kazulis Flugfiskur H Óli Viðar Sigurbjörnsson Flugfiskur N Vigfús Alexander Róbertsson Sprettfiskur A Sindri Már Eiríksson Sprettfiskur H Aron Logi Halldórsson Sprettfiskur N Kara Sól Gunnlaugsdóttir Sundmenn ársins Landsliðhópur Eydís Ósk Kolbeinsdóttir Úrvalshópur Sandra Ósk Elíasdóttir Framtiðarhópur Diljá Rún Ívarsdóttir Háhyrningar Stefanía Ósk Halldórsdóttir Sverðfiskur A Katla María Brynjarsdóttir Sverðfiskur V Thelma Lind Einarsdóttir Flugfiskur A Athena Líf Þrastardóttir Flugfiskur H Fjóla Margrét Viðarsdóttir Flugfiskur N Sólon Siguringason Sprettfiskur A Sigmundur Þór Sigurmundasson Sprettfiskur H Daði Rafn Falsson Sprettfiskur N Jana Guðlaug Ómarsdóttir Kattan bikarinn fyrir fyrirmyndarviðhorf Ingi Þór Ólafsson Sylwia Sienkiewicz