Frábært Landsbankamót

Frábær Landsbankamótshelgi er nú að baki og það er svolítið eins og dejavu að segja þetta en það er samt alveg satt. Hundruð sjálfboðaliða stóðu þétt saman við það að púsla saman einu stærsta sundmóti ársins. Hvaða annað mót býður upp á tvær mismunandi brautarlengdir, sjóræningjaleik, bíóferðir, gistingu, mat, sjoppu og allar keppnisgreinar? Þetta allt væri ekki hægt án þrotlausrar vinnu margra. Bestu og innilegustu þakkir til allra sem komu að þessu. Í ár voru meira en 1700 stungur og meira en þúsund bætingarborðar gefnir. Frábært fyrir alla þessa sundmenn að fá tækifæri til að sjá alla vinnuna borga sig. Á mótinu voru 16 Landsbakamótsmet slegin svo þau eru alltaf að verða betri og betri. Til viðbótar voru 14 ÍRB met bætt á mótinu. Á föstudeginum syntu yngstu sundmennirnir og stóðu þau sig afar vel. Litlu krakkarnir fengu að njóta þess að sjá sundmenn úr efsta hópnum synda sýnisund. Í ár var það 100 flug hjá strákunum og 100 bak hjá stelpunum og voru flestir í þessum hópi að bæta tímana sína. Að lokum skelltu krakkarnir sér í fjörugan sjóræningjaleik sem var stýrt af elstu sundmönnunum. Í bæði 12 ára og yngri og 13 ára og eldri stóðu ÍRB krakkarnir sig mjög vel í lauginni og í að næla sér í verðlaun. Eitt af markmiðum mótsins var að styrkja AMÍ liðið enn frekar. Því markmiði var náð og nú þurfa allir sem þangað eru að fara að einbeita sér vel í undirbúningnum til þess að vera tilbúin fyrir keppni í stærstu liðakeppni ársins. Á laugardeginum skrifuðu Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður sundráðs ÍRB og Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ undir styrktarsamning en Landsbankinn er stærsti styrktaraðili okkar. Kærar þakkir! Mörg hundruð myndir voru teknar á mótinu og þar má sjá hve mikið var að gerast. Myndirnar er hægt að skoða á facebooksíðu Sundráðs ÍRB. Endilega kíkið á þær! Takk fyrir enn og aftur þið sem tókuð þátt á þessari frábæru helgi, vel gert líka hjá krökkunum sem voru að synda. Úrslit og met hér fyrir neðan. Úrslit Sýning á föstudegi 8 ára og yngri föstudagur 12 ára og yngri laugardagur og sunnudagur 13 ára og eldri laugardagur og sunnudagur Ný met: Landsbankamót sýning á föstudegi Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 100 Bak (25m) Konur-Njarðvík Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 100 Bak (25m) Stúlkur-Njarðvík Landsbankamót 8 ára og yngri Katla María Brynjarsdóttir 25 Bak (25m) Snótir-Njarðvík Landsbankamót 12 ára og yngri Bergþóra Sif Árnadóttir 100 Skrið (25m) Hnátur-Njarðvík Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Hnátur-Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 200 Flug (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 200 Flug (25m) Hnátur-Keflavík Eva Margrét Falsdóttir 400 Fjór (25m) Hnátur-ÍRB Eva Margrét Falsdóttir 400 Fjór (25m) Hnátur-Keflavík Katla María Brynjarsdóttir 50 Bak (25m) Snótir-Njarðvík Katla María Brynjarsdóttir 100 Bak (25m) Snótir-Njarðvík Landsbankamót 13 ára og eldri Sunneva Dögg Friðriksdóttir 100 Bak (50m) Konur-Njarðvík Sunneva Dögg Friðriksdóttir 100 Bak (50m) Stúlkur-Njarðvík

SKRÁNING

Innskráning Smelltu hér til þess að fara inn á skráningarsíðu deilda

NÆSTU VIÐBURÐIR

Engir viðburðir á næstunni.

Sundskólinn Akurskóla í Innileikjagarðinum

Sundkrakkar úr Gullfiskum, Silungum, Löxum og Sprettfiskum áttu góðan eftirmiðdag í Innileikjagarðinum í síðustu viku. Mætingin var góð og skemmtu sér allir vel við að klifra, renna sér, sparka bolta, kubba og leika.

Klaudia er sundmaður mánaðarins í Úrvalshópi

Í hverjum mánuði munum við kynna einn sundmann úr afrekshópunum okkar sem hefur staðið sig framúrskarandi vel, við sýnum ýmsar hliðar á þessum sundmönnum með myndaseríu sem þeir velja sjálfir. Myndirnar byrja efst til vinstri og fara til hægri og svo niður. Klaudia Malesa er sundmaður aprílmánaðar í Úrvalshópi. Á myndinni er Klaudia með heimsmethafanum Paul Biederman. 1) Vinir
 2) Uppáhalds sundmaður
 3) Glæsilegt sund
 4) Langar að ferðast til
 5) Uppáhalds matur
 6) Uppáhalds teiknimyndapersóna
 7) Uppáhalds bíómynd eða sjónvarpsþáttur
 8) Uppáhalds dýr
 9) Hvaða Herra karakter ertu?
 10) Uppáhalds staður sem þú hefur ferðast til
 11) Hvað sem er
 12) Uppáhalds áhugamál annað en sund
 13) Uppáhalds litur
 14) Uppáhalds bygging
 15) Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
 16) Fjölskyldan

Stefanía er sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi

Í hverjum mánuði munum við kynna einn sundmann úr afrekshópunum okkar sem hefur staðið sig framúrskarandi vel, við sýnum ýmsar hliðar á þessum sundmönnum með myndaseríu sem þeir velja sjálfir. Myndirnar byrja efst til vinstri og fara til hægri og svo niður. Stefanía Sigurþórsdóttir er sundmaður aprílmánaðar í Landsliðshópi. Á myndinni er Stefanía (önnur frá vinstri) ásamt liðsfélögum sínum Eydísi, Söndru og Gunnhildi. 1) Vinir
 2) Uppáhalds sundmaður
 3) Glæsilegt sund
 4) Langar að ferðast til
 5) Uppáhalds matur
 6) Uppáhalds teiknimyndapersóna
 7) Uppáhalds bíómynd eða sjónvarpsþáttur
 8) Uppáhalds dýr
 9) Hvaða Herra karakter ertu?
 10) Uppáhalds staður sem þú hefur ferðast til
 11) Hvað sem er
 12) Uppáhalds áhugamál annað en sund
 13) Uppáhalds litur
 14) Uppáhalds bygging
 15) Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
 16) Fjölskyldan

Nýr Ofurhugi

Við erum ekki bara að undirbúa fjölmennasta mót ársins, Landsbankamót um næstu helgi. Nei, við erum líka að gefa út
Lesa Meira

Í dag eru 8 vikur í AMÍ

Nýlega voru reglur fyrir afrekshópana rýmkaðar að hluta en sundmenn og foreldrar er minntir á að árangurinn á AMÍ undanfarin fjögur ár náðist ekki af ástæðulausu. Árangurinn náðist vegna mikillar vinnu og skuldbindingar allra sundmannanna í liðinu. Elstu sundmennirnir settu sjálfir reglurnar en núna eru aðeins 66% sem í rauninni fylgja þeim. Ég hvet allar fjölskyldur til þess að setjast niður með sundfólkinu sínu og ræða hvað það þýðir að vera hluti af liðsheild. Munu þau gera það sem er rétt og vera skuldbundin liðinu sínu næstu 8 vikurnar? AMÍ er 100% liðskeppni. Hvert stig telur. Hins vegar snúast ÍM50 og ÍM25 mun meira um einstaklingana. AMÍ er ekki þannig. Allir sundmenn sem ná að vera í efstu 6 sætunum skipta mjög miklu máli fyrir árangur liðsins. Leggur þú þitt til liðsins í ár? Alla sundmenn langar til þess að synda hratt á keppnisdegi en þeir sem ekki leggja neitt á sig munu verða fyrir vonbrigðum. Ætlar þú að taka rétta ákvörðun og mæta í laugina? Við vonum það. Munið að agi skiptir máli. Hvatning getur fengið mann til að byrja en það er sjálfsagi sem kemur manni áfram. Lesið þessa grein, það er þess virði: http://www.wisdomination.com/screw-motivation-what-you-nee…/