Bæði lið komin í 8-liða úrslit VÍS-BikarsinsPrenta

Körfubolti

Síðustu helgi var VÍS-bikarinn á fullri ferð. Leikið var í 16-liða úrslitum keppninnar þar sem bæði Njarðvíkurliðin komust áfram inn í 8-liða úrslitin.

Kvennalið félagsins mætti Skallagrím í 16 liða úrslitum og fór sá leikur 44-87. Diane Diéné gerði 26 stig í leiknum og tók 10 fráköst og þá var Aliyah Collier með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Karlaliðið hélt svo í Forsetahöllina á Álftanesi og hafði 84-100 sigur á Álftanesi. Dedrick Basile var með 25 stig og 10 stoðsendingar og Veigar Páll bætti við 18 stigum og 5 fráköstum.

16 liða úrslitum lýkur í kvöld en á morgun verður dregið í 8-liða úrslit og má sjá liðin í pottinum á morgun hér að neðan.

Þessi lið eru í pottinum á morgun:

VÍS bikar karla

Grindavík
Keflavík eða KR
Njarðvík
Selfoss eða Þór Þ.
Stjarnan
Valur
Vestri eða Haukar
Þór Ak. eða ÍR 

VÍS bikar kvenna

Breiðablik
Fjölnir
Hamar-Þór
Haukar
ÍR
Njarðvík
Snæfell
Stjarnan

Á Álftanesi fengu okkar menn góðan stuðning í stúkunni en öflugir grænjaxlar mættu á trommurnar í Forsetahöllinni og liðið bað að sjálfsögðu um að fá mynd með þeim eftir leik:

https://www.facebook.com/umfn.karfa/photos/a.993564323994425/6963063760377755/