Baldur Örn Jóhannesson hefur gengið til liðs við UMFN frá Þór á Akureyri og semur til 2ja ára. Baldur er 19 ára framherji sem lék um 13 mínútur að meðaltali með Þórsurum í Dominos deildinni í vetur. Baldur Örn á að baki unglingalandsleiki og var sterkur hlekkur í mjög sigursælum 2001 árgangi þeirra Þórsara. Kappinn flytur í Njarðvík í ágúst og tekur slaginn með bæði meistara- og unglingaflokki félagsins.