Baldvin með silfur og Eydís brons á NMU Níu íslenskir sundmenn kepptu á Norðurlandameistaramóti Unglinga (NMU) í Svíþjóð um síðustu helgi. Fimm sundmenn úr ÍRB voru meðal keppenda: Baldvin Sigmarsson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Þröstur Bjarnason, Karen Mist Arngeirsdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir. Mótið í ár var mjög sterkt í ár og þar kepptu margir öflugir sundmenn með tíma undir A lágmörkum á HM. Tvö íslensk verðlaun, bæði úr ÍRB Baldvin átti frábæran lokasprett síðustu 50 m í 200 m flugsundi og náði silfrinu. Hann átti gott mót, var að synda nálægt bestu tímunum sínum og bætti tíma sinn í 100 m bringusundi tvisvar. Eydís Ósk synti mjög vel og bætti tímana sína í öllum þremur greinunum sem hún keppti í og bætti meira að segja 400 skrið tímann tvisvar, bæði í undanúrslitum og úrslitum. Í 400 m fjórsundi átti hún frábært sund en þar sló hún Njarðvíkurmetið í telpnaflokki og vann bronsverðlaun. Karen Mist, Þröstur og Íris, sem höfðu öll glímt við veikindi eða meiðsli fyrir mótið, náðu sér ekki á strik og voru ekki að synda á tímunum sínum sem þau hafa náð nýlega. Þetta hefur þó vonandi verið lærdómsreynsla fyrir þau. Það er mjög erfitt bæði andlega og líkamlega að keppa á stórum mótum sem þessum. Það er ekki algengt að vinna verðlaun á alþjóðlegum mótum og sundmenn verða að reyna að finna hjá sér fleiri hvata en einungis vinna verðlaun til þess að synda hratt. Markmiðið að bæta sig sífellt meira og meira er erfið áskorun en þó nauðsynleg þegar sundmenn ná þeirri getu að fara að keppa á svona mótum þar sem standardinn er mun hærri en á Íslandi. Takk Eddi og Sibba sem ásamt Magga Tryggva sáu um sundmennina á mótinu og í ferðinni allri. Hér eru úrslitin.