Baráttan heldur áfram: Okkar menn mæta GrindavíkPrenta

Körfubolti

Keppni í Domino´s-deild karla hófst á nýjan leik í gærkvöldi eftir sóttvarnarstöðvun á deildarkeppninni. Í kvöld er komið að okkar mönnum í Njarðvík þegar Ljónin halda á gosstöðvar í Grindavík og mæta heimamönnum kl. 18.15.

Það er ekkert annað í boði en sigur í kvöld og okkar menn ætla sér að klifra upp töfluna þær fáu umferðir sem eftir eru. Grindavík er í 8. sæti deildarinnar um þessar mundir með 16 stig en Njarðvík í 10. sæti með 10 stig.

Fyrri leikur liðanna fór 81-78 fyrir Njarðvík í Gryfjunni. Grindvíkingar eiga von á því að leikmaður þeirra Joonas Jarvelianen sem dæmdur var í eins leiks bann missi af leiknum gegn ÍR. Hann verður því með í kvöld en var dæmdur í bannið þann 1. apríl síðastliðnn.

Eftir leikinn í kvöld er það svo heimaleikur gegn Hetti 26. apríl, útileikur gegn Stjörnunni 29. apríl, heimaleikur gegn Þór Akureyri 2. maí, útleikur gegn ÍR 6. maí og í lokaumferðinni tökum við á móti Þór Þorlákshöfn þann 10. maí.