Baráttan um bæinn framundan – Hamborgarar upp í húsi frá 17:00Prenta

Fótbolti

Baráttan um bæinn framundan!

Á miðvikudagskvöld fara fram 32 liða úrslit Mjólkurbikars karla þar sem Njarðvíkurliðið kíkir í heimsókn til nágranna okkar í Keflavík í baráttunni um bæinn, og um leið farmiða í 16 liða úrslitin.

Leikar hefjast kl 19:15 á HS Orku vellinum, en fyrir það ætla Njarðvíkingar að hittast í Vallarhúsi Njarðvíkur við Afreksbraut 10 þar sem hamborgarar í boði Nettó og kaldir drykkir verða á boðstólunum áður en haldið verður yfir lækinn til Keflavíkur.
Partýtjaldi verður slegið upp og krakkar geta fengið Fanbrush andlitsmálningu ásamt því að sjoppa verður á staðnum.

Húsið opnar kl 17:00 – vonumst eftir að sjá sem allra flesta með okkur í góðum sumargír.

Áfram Njarðvík!