Ljónynjurnar í Njarðvík komust aftur á sigurbraut í Subwaydeild kvenna í gærkvöld með sterkum 62-74 sigri á Breiðablik. Með sigrinum í gær eru þrjú lið jöfn á toppi deildarinnar en það eru Njarðvík, Valur og Keflavík sem öll eru 4-1 um þessar mundir. Aliyah A’taeya Collier setti met á tímabilinu þegar hún tók 27 fráköst í leiknum! Collier var einnig með 22 stig, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Fyrir þessa frammistöðu var Collier valin Lykil-leikmaður umferðarinnar hjá Karfan.is!
Fyrir leikinn í gær var frákastametið það litla sem liðið er af deildinni 18 fráköst í einum leik sem Daniel Wallen tók fyrir Keflavík gegn Fjölni. Collier setti markið ansi hátt fyrir komandi umferðir og tók 27! Okkar kona Collier er fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar með 22,6 stig að meðaltali í leik til þessa en þegar kemur að meðalframlagi vermir hún þriðja sæti deildarinnar með 30,2 framlagspunkta að jafnað í leik.
Næsti leikur okkar kvenna er á miðvikudag gegn Skallagrím í Borgarnesi kl. 18:15 en liðið heldur svo aftur upp í Borgarnes næstu helgi og mætir Skallagrím í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins.
Umfjöllun annarra miðla um leikinn
Karfan.is: Lykill: Aliyah A´taeya Collier
Karfan.is: Fjórði sigur nýliða Njarðvíkur
Karfan.is: Rúnar Ingi – Mér líður vel í Smáranum
VF.is: Keflavík og Njarðvík á góðri siglingu í Subway-deild kvenna
Mbl.is: Tók 27 fráköst fyrir nýliðana
Staðan í deildinni