Bikarmót KRAFTPrenta

Fréttir

Mynd: Jón Grétar í réttsöðu – Sigurjón Pétursson ©

Bikarmót KRAFT  í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum fór fram um helgina hjá Lyftingarfélagi Stjörnunar í nýju og glæsilegu keppnishúsi í Miðgarði, Garðabæ.

Massi átti 5 keppendur í klassískum kraftlyftingum.

Sindri Freyr Arnarsson og Daniel Patrick Riley kepptu í -74kg opnum flokki karla.

Daníel, sem hefur verið að keppa síðan 2021 átti gott mót og endaði í 3.sæti. Hann tók 170kg í hnébeygju, 110kg í bekkpressu, 170kg í réttstöðu og var með 450kg í samanlögðu sem er 40kg bæting frá því í mars.

Sindri Freyr, sem hefur gert það gott í keppni og þjálfun síðastliðin ár, gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn er því bikarmeistari í -74kg opnum flokki karla. Hann tók þrennuna 190 – 140 – 232,5 með 562,5kg í samanlögðu og 83,0 IPF stig (6.sæti overall). Þess má geta að Sindri fékk 9 af 9 lyftum gildar sem er mjög jákvætt og bendir að öllum líkindum til að hann eigi enn meira inni fyrir komandi keppnisár.

Jón Grétar Erlingsson hneppti silfurverðlaun í -83kg opnum flokki karla. Hann tók þrennuna 170 – 120 – 210 með 500kg í samanlögðu. Þess má geta að 170kg hnébeygjan var persónuleg bæting um 5kg í keppni hjá Jón Grétari sem hefur verið að keppa síðan 2019.

John Russell Hutton hefur verið að æfa lengi í Massa og mætti loksins aftur á keppnispallinn eftir 12 ára hlé. Hann nældi sér í bronsverðlaun í -105kg opnum flokki karla er hann tók þrennuna 200 – 140 – 215 með 555kg í samanlögðu.

Páll Reykdal Jóhannesson keppti í -120kg opnum flokki karla en þetta var hans fyrsta mót. Hann tók þrennuna 80 – 130 – 190 með 400kg í samanlögðum árangri.

Heildarúrslit og upptökur af mótinu má finna hér

Stjórn Massa óskar öllum keppenndum innilega til hamingju með árangurinn.

Við þökkum KRAFT, lyftingarfélagi Stjörnunar, Stangarmönnum og öðru starfsfólki kærlega fyrir mjög flott og metnaðarfullt mót.