Bikarmót KraftPrenta

Lyftingar

Bikarmót Kraft í klassískum kraftlyftingum og með útbúnaði fór fram í íþróttahúsinu Mosfellsbæ þann 22.október.

Þau Örlygur, Guðrún og Þóra kepptu í klassískum kraftlyftingum fyrir hönd Massa og var Daniel Patrick þeim innan handar.

Guðrún Kristjana Reynisdóttir keppti í -63 flokki og varð bikarmeistari í sínum flokki. Hún lyfti 105kg í hnébeygju, 60kg í bekkpressu og 135kg í réttstöðulyftu samtals 300kg

Guðrún hér með 95kg.

Þóra Kristín Hjaltadóttir keppti í -84kg flokki og varð bikarmeistari í sínum flokki og lyfti 125kg í hnébeygju, 75kg í bekkpressu og 150kg í réttstöðulyftu samtals 350kg

Örlygur Svanur Aðalsteinsson var að keppa á sínu fyrsta þrílyftu móti og keppti hann í -66kg flokki. Hann lyfti 80kg í hnébeygju, 50kg í bekkpressu og 110kg í réttstöðulyftu samtals 225kg

Massi óskar öllum keppendum til hamingju með mótið.

Þóra og Guðrún ánæðgar með daginn.
Örlygur tók 2.sætið í -66kg flokki.

Hér má sjá heildarúrslit frá mótinu

https://results.kraft.is/meet/kraft-bikarmot-i-klassiskum-kraftlyftingum-2023

Upptaka af mótinu má finna hér https://www.youtube.com/watch?v=eYZ8ZsaOTHo&ab_channel=Kraftlyftingasamband%C3%8Dslands