Njarðvík tekur á móti Haukum í 16-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna sunnudaginn 14. desember næstkomandi kl. 14.00. Leikurinn fer fram í IceMar-Höllinni og eiga okkar konur titil að verja sem ríkjandi bikarmeistarar síðustu leiktíðar.
Við ítrekum að leikurinn er kl. 14.00 og sigurvegarinn tryggir sér miðann inn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Þetta er síðasti heimaleikur ársins hjá kvennaliðinu okkar í IceMar-Höllinni en þær mæta svo Tindastól í Bónusdeildinni á útivelli þann 17. desember næstkomandi.
Fjölmennum í IceMar-Höllina og styðjum okkar konur til sigurs.
#FyrirFánann
