Birna Björk ráðin íþróttafulltrúi UMFNPrenta

UMFN

Birna Björk Þorkelsdóttir hefur verið ráðin íþróttafulltrúi hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur. Birna hóf störf mánudaginn 20. janúar og mun láta til sín taka ásamt Jennýju L.  Lárusdóttur framkvæmdastjóra sem var fyrir ráðningu Birnu eini starfsmaður félagsins.

 

Birna mun hafa aðsetur í íþróttamiðstöðinni í Njarðvík (Njarðtaksgryfjunni) og sinna margvíslegum málum fyrir félagið. Ungmennafélag Njarðvíkur óskar Birnu velfarnaðar í störfum sínum fyrir félagið og býður hana hjartanlega velkomna til starfa.