Bjarni Sæmundsyni var í kvöld veittur Ólafsbikarinn á aðalfundi Ungmennafélags Njarðvíkur. Bjarni sem er formaður Barna og unglingaráðs knattspyrnudeildar er vel að titlinum komin sem veittur er af fjölskyldu Ólafs heitins Thordarsen árlega til þeirra sem hafa unnið vel að málefnum félagsins. Bjarni hefur komið víða að í starfsemi knattspyrnudeildarinnar sem leikmaður í meistaraflokki, formaður deildarinnar 2008-2011, formaður barna og unglingaráðs frá 2016. Öflugur félagsmaður sem er vel að heiðrinum komin. Knattspyrnudeildin óskar Bjarna til hamingju með viðurkenninguna.