Björk og Vinson best í NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFN fór fram miðvikudaginn 28. mars síðastliðinn þar sem Terrell Vinson var valinn besti leikmaður karlaliðsins og Björk Gunnarsdóttir var þriðja árið í röð valin besti leikmaður kvennaliðsins.

Verðlaunahafar á lokahófi KKD UMFN:

Besti leikmaður: Björk Gunnarsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Ína María Einarsdóttir
Besti varnarmaður: Hrund Skúladóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Hulda Ósk Bergsteinsdóttir

Besti leikmaður: Terrell Vinson
Mikilvægasti leikmaður: Maciek Baginski
Besti varnarmaður: Logi Gunnarsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Gabríel Sindri Möller

Þá var Logi Gunnarsson leystur út með gjöfum á hófinu fyrir glæstan landsliðsferil og sem einstakur fulltrúi körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur um víða veröld á atvinnumanna- og landsliðsárum sínum.