Björn Aron framlengir við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Björn Aron Björnsson framlengir við Njarðvík.

Björn Aron hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeild Njarðvíkur út árið 2027.

Björn er hægri bakvörður fæddur árið 2001, en einnig getur og hefur Björn leikið í stöðu vinstri bakvarðar fyrri Njarðvík.

Björn gekk til liðs við okkur fyrir tímabilið 2024, og hefur leikið alls 39 leiki á vegum KSÍ í grænu treyjunni síðan.
Þá hefur hann gert 2 mörk fyrir Njarðvík á þeim tíma.
Alls hefur Björn leikið 118 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ.

Það er einkar ánægjulegt að Björn klæðist áfram grænu treyjunni næstu tvö árin, og óskar Knattspyrnudeildin honum til hamingju með nýja samninginn!