Björn Aron Björnsson gengur til liðs við Njarðvík.
Björn Aron skrifar undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Björn er 22 ára gamall bakvörður sem gengur til liðs við Njarðvík frá Víði Garði þar sem hann var m.a. valinn leikmaður ársins hjá Víði.
Þar áður var hann hjá nágrönnum okkar í Keflavík, sem og Reynir Sandgerði.
Alls á Björn 79 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ.
Björn hefur æft með Njarðvíkurliðinu undanfarnar vikur og staðið sig vel, og verður spennandi að sjá Björn í grænu treyjunni í sumar.
Knattspyrnudeildin býður Birni hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!