Bláa lónið styrkir barna- og unglingastarfPrenta

Körfubolti

Bláa lónið veitti barna- og unglingastarfi körfunnar í Njarðvík veglegan styrk nú í lok árs. Styrkur sem þessi er mikilvægur í starfi íþróttahreyfingarnar, sérstaklega á tímum eins og þessum þar sem ýmsar fjáraflanir eru að detta út vegna Covid 19.

Styrkurinn verður nýttur í nýtt verkefni sem Unglingaráð hefur ákveðið að taka inn í þjálfun iðkenda sem er hugarþjálfun. Samningur við Haus hugarþjálfun var gerður í nóvember sl. og strax á nýju ári mun Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi, hitta eldri iðkendur og fara með þeim yfir mikilvæga þætti eins og einbeitningu og gildi, sjálfstraust og liðsheild. Hreiðar mun einnig vera með fundi með öllum þjálfurum þannig að þjálfarar yngri iðkenda geti farið í þessa þætti á sínum æfingum. Jafnframt verður boðið uppá fund fyrir forráðamenn til að kynna vinnuna og fyrirkomulag þess fundar verður kynnt síðar. Við erum að vonum mjög spennt fyrir samstarfi við Hreiðar og höfum miklar væntingar til fræðslunnar frá honum fyrir bæði þjálfara, iðkendur og forráðamenn.

Við færum Bláa lóninu kærar þakkir fyrir rausnarlegan styrk og eru fullviss um að hann muni nýtast öllum iðkendum mjög vel.